11.11.1986
Sameinað þing: 14. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 744 í B-deild Alþingistíðinda. (612)

59. mál, húsnæðissparnaðarreikningar

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir þau orð að hann hafi verið að leita eftir því hver væri túlkun ríkisstjórnarinnar á þessum lögum, en í samræmi við þann vilja hefði hv. þm. að sjálfsögðu átt að beina fsp. til hæstv. fjmrh., en það er hans ráðuneytis að túlka afstöðu ríkisstjórnarinnar til þessara laga skv. stjórnarskrá Íslands og almennum lagavenjum.