11.11.1986
Sameinað þing: 14. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 746 í B-deild Alþingistíðinda. (619)

69. mál, stjórnarskrárnefnd

Fyrirspyrjandi (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Hæstv. forsrh. hefur boðað þau stóru tíðindi að það hafi verið boðaður fundur í nefndinni og auðvitað hlýt ég að fagna því. Hv. 3. þm. Reykv. setur markið á að skýrsla verði lögð fram um störfin sem lágmark. Auðvitað þarf að bíða eftir áliti sérfræðinga. Hvenær þarf ekki að bíða eftir áliti sérfræðinga?

Ég vænti þess að það sé öllum ljóst, sem hafa hlustað á þessa umræðu, að það er ekkert að gerast og það er ekki ætlunin að neitt gerist.