11.11.1986
Sameinað þing: 14. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

111. mál, bann við tilraunum með kjarnavopn

Utanríkisráðherra (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Nokkur orð til að undirstrika það sem sagt var áðan. Bann það sem hér er til umræðu sem liður í samkomulagi stórveldanna og með eftirliti sem báðir aðilar fallast á er sú stefna sem við höfum haft. Við skulum vona að það samkomulag sem náðist á Stokkhólmsráðstefnunni leiði til þess að þetta nái fram að ganga. En það verður að segjast eins og er: Hverjir voru það og á hverjum stóð þangað til það samkomulag sem náðist á Stokkhólmsráðstefnunni varð að raunveruleika? Því getur hver svarað fyrir sig og hv. 5. þm. Austurl. líka.