12.11.1986
Efri deild: 11. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 775 í B-deild Alþingistíðinda. (662)

Árni Gunnarsson fyrir KSG 6 LA

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf sem er dags. 11. nóv. 1986:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindagerðum og get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna þingsetu 1. varamanns taki 2. varamaður landskjörinna þm. Alþfl., Árni Gunnarsson, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Undir þetta ritar hv. 6. landsk. þm. Karl Steinar Guðnason.

Árni Gunnarsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og því hefur kjörbréf hans verið rannsakað og er hann nú boðinn velkominn til starfa.