13.11.1986
Sameinað þing: 16. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 825 í B-deild Alþingistíðinda. (715)

Sigurður Þórólfsson oddviti í innri Fagradal fyrir AS 2 VL

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 12. nóv. 1986:

„Alexander Stefánsson, 2. þm. Vesturl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég þarf að fara til útlanda í opinberum erindum get ég ekki sótt þingfundi og óska ég eftir því að 2. varafulltrúi Framsfl. í Vesturlandskjördæmi, Sigurður Þórólfsson oddviti í Innri-Fagradal, taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni. 1. varafulltrúi, Jón Sveinsson, getur ekki tekið sæti vegna fjarveru minnar.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti neðri deildar.“

Bréfi þessu fylgir yfirlýsing og kjörbréf Sigurðar Þórólfssonar sem þarf að taka til meðferðar. Er þess óskað að hv. kjörbréfanefnd taki bréfið til meðferðar, en fundi er frestað í fimm mínútur á meðan. — [Fundarhlé.]