17.11.1986
Efri deild: 12. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í B-deild Alþingistíðinda. (754)

125. mál, opinber innkaup

Fjármálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Frú forseti. Vegna athugasemdar sem fram kom í ræðu hv. 6. landsk. þm. um sölulaun vil ég upplýsa að Innkaupastofnun ríkisins tekur þóknun fyrir innkaup og sölu á eignum ríkisins og þetta frv. gerir ráð fyrir að því verði haldið áfram. Það er m.ö.o. gert ráð fyrir því að stofnunin standi undir rekstri sínum og verði því að fá sölulaun í sinn hlut eins og aðrir aðilar sem annast slíka starfsemi.