18.11.1986
Sameinað þing: 18. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 983 í B-deild Alþingistíðinda. (845)

135. mál, nýting sjávarfangs

Skúli Alexandersson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umræður, en minnast á aðeins eitt sem kom fram í ræðu hv. 5. þm. Vestf. Flestöllu var ég sammála öðru en því að það væri eitthvert Íslendingseðli, kraftafiskiríið. Því vil ég mótmæla. (Gripið fram í: Þetta er dugnaður.) Nei, þetta er heldur ekki dugnaður. Þegar ég var að alast upp og stundaði sjö fékk maður ekki góðar kveðjur frá sínum yfirmönnum ef maður gekk ekki vel frá fiski að öllu leyti. Það var ekki leyfð nein kraftasókn eða neitt kraftafiskirí nema það gengi upp í sambandi við fullkomna meðhöndlun fiskjarins. Ég vildi mótmæla þessu. Ég tel það alls ekki neitt Íslendingseðli sem hefur verið að þróast í sambandi við fiskveiðarnar á undanförnum árum.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.