25.11.1986
Sameinað þing: 21. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1153 í B-deild Alþingistíðinda. (987)

171. mál, vindorkuver og hraunhiti til húshitunar

FIm. (Árni Johnsen):

Herra forseti. Hv. síðasti ræðumaður vék að nýtingu raforku sem til staðar er í landinu og það er vissulega þáttur sem hlýtur að koma til skoðunar í öllu þessu dæmi, sérstaklega sá möguleiki t.d. að komið verði á beinum kaupum raforku milli aðila, þ.e. milliliðalaust, sem gæti ugglaust lækkað raforku allverulega. En það er kannske ekki ástæða til að ræða það mikið hér.

Það hafa miklar framfarir átt sér stað og verið ör þróun í smíði og nýtingu á vindmyllum. Hér var minnst á tekjur Dana af framleiðslu á vindmyllum. Þær námu 256 millj. dala á s.l. ári, útflutningsverðmæti Dana af vindmyllum.

Ég þakka ræðumönnum góðar undirtektir og ég þakka sérstaklega hæstv. iðnrh. fyrir jákvæðar undirtektir við þessari till.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.