03.12.1987
Sameinað þing: 25. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1438 í B-deild Alþingistíðinda. (1027)

134. mál, heildarendurskoðun erfðalaga

Dómsmálaráðherra (Jón Sigurðsson):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda, hv. 13. þm. Reykv., og hv. 6. þm. Reykv. fyrir gagnlegar ábendingar og ég get fullvissað hv. þm. um það að mér er vel ljóst að hér er um brýnt mál að ræða og mun leita leiða til þess að tryggja sem best réttarstöðu þess maka sem lengur lifir, hvort sem það er heppilegast að gera með breytingu á erfðalögunum eða með lögunum sem ég vitnaði til áðan, lögum nr. 20/1923, um réttindi og skyldur hjóna, því að þarna er auðvitað líka um það að tefla, eins og kom fram í seinni ræðu fyrirspyrjanda, að tryggja með eðlilegum hætti rétt fólks sem búið hefur í óvígðri sambúð.