07.12.1987
Neðri deild: 18. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1526 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

54. mál, útflutningsleyfi

Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti meiri hl. fjh.- og viðskn. um þetta mál. Nefndin hefur athugað frv. Á fund hennar komu Magnús Gunnarsson frá SÍF, Bjarni Lúðvíksson frá SH, Benedikt Sveinsson frá SÍS, Haraldur Haraldsson og Árni Reynisson frá Félagi ísl. stórkaupmanna og Einar Benediktsson frá Síldarútvegsnefnd.

Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Undir þetta nál. skrifa Páll Pétursson og Finnur Ingólfsson með engum fyrirvara en með fyrirvara Kjartan Jóhannsson, Geir H. Haarde og Kristín Halldórsdóttir. Minni hl. tveir voru í nefndinni og munu gera grein fyrir viðhorfum sínum til málsins.