08.12.1987
Neðri deild: 19. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1602 í B-deild Alþingistíðinda. (1138)

Fjarvistir þingmanna og afgreiðsla mála

Forseti (Jón Kristjánsson):

Í þessu sambandi vil ég geta þess að ég hef nú þegar gert ráðstafanir til að kanna viðveru manna hér í þinghúsinu. Ég tel ekki ástæðu til að halda umvöndunarræðu yfir þeim sem eru mættir hér á réttum þingtíma, en þetta mál mun verða tekið upp, enda eru slíkar fjarvistir þm. óþolandi. Málið verður tekið upp á réttum vettvangi. Þess mun nú verða freistað að kanna hverjir eru mættir í þinghúsinu og mun ég fá boð um það innan tíðar.