09.12.1987
Efri deild: 18. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1654 í B-deild Alþingistíðinda. (1189)

Fjarvera ráðherra

Guðmundur H. Garðarsson:

Herra forseti. Ég tek undir orð hv. 7. þm. Reykn., Júlíusar Sólnes, að það er gersamlega óþolandi að frsm. með málum hér, ég tala ekki um ráðherra, skuli ekki sýna deildinni þá virðingu að mæta á réttum tíma til að tala sérstaklega fyrir þeim málum sem þeir leggja áherslu á að deildin afgreiði fljótt. Þetta er gersamlega óþolandi og ég óska eftir því við hæstv. forseta að hann komi þeim skilaboðum til ráðherra að ef þeir geti ekki mætt verði tekin fyrir önnur mál, sem eru á dagskrá, strax.