10.10.1987
Sameinað þing: 1. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (12)

Kosning forseta og skrifara

Aldursforseti (Stefán Valgeirsson):

Nýir þingmenn hafa nú undirskrifað drengskaparheit. Vil ég bjóða þá sérstaklega velkomna til starfa hér á Alþingi.

Skv. 3. gr. þingskapa fer nú fram kosning forseta sameinaðs Alþingis. Kosningin er skrifleg og óbundin.