10.12.1987
Sameinað þing: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1759 í B-deild Alþingistíðinda. (1293)

171. mál, landshlutaútvarp Ríkisútvarpsins

Fyrirspyrjandi (Danfríður Skarphéðinsdóttir):

Herra forseti. Í 16. gr. laga um Ríkisútvarpið frá 1985 segir, með leyfi forseta:

„Ríkisútvarpið skal stefna að því að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og hljóðvarps í öllum kjördæmum landsins.“

Nú þegar hafa tveir landshlutar sitt eigið svæðisútvarp og því hef ég leyft mér á þskj. 185 að bera fram eftirfarandi fsp. til hæstv. menntmrh.:

„Hvenær má vænta þess að búið verði að setja á stofn útibú frá Ríkisútvarpinu í þeim landshlutum sem enn hafa ekki sitt eigið landshlutaútvarp?"