10.12.1987
Sameinað þing: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1770 í B-deild Alþingistíðinda. (1309)

177. mál, fjármögnun lána vegna sauðfjárafurða

Fyrirspyrjandi (Hreggviður Jónsson):

Hæstv. forseti. Hér liggur fyrir fsp. til landbrh. um fjármögnun lána vegna sauðfjárafurða:

„1. Dugðu afurðalán til sláturleyfishafa, sem hugðust greiða 75% haustgrundvallarverðs 1987 til innleggjenda 15. okt. sl., fyrir þeirri greiðslu, t.d. miðað við 1. flokk kindakjöts, launum og öðrum kostnaði í sláturtíðinni?

2. Hvernig skiptist fjármögnun á óniðurgreiddu heildsöluverði dilkakjöts framleiðsluárið 1987 milli afurðalána, staðgreiðslulána og eiginfjár sláturleyfishafa samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar?

3. Er miðað við vegin meðaltöl þegar sláturkostnaðurinn er reiknaður?

4. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja sláturleyfishöfum nægilegt fjármagn til að greiða innleggjendum fullt grundvallarverð fyrir árið 1987?

5. Höfðu allir sláturleyfishafar fengið afurðalán 1. des. sl. fyrir 1987? Veittu allir bankar sömu lánsfjárhæðir á einingu meðan sláturtíð stóð 1986 og 1987? Eru afurðalánin hærri nú eftir að viðskiptabankar tóku að veita afurðalán í stað Seðlabanka Íslands áður ásamt viðbótarlánum viðskiptabankanna?

6. Hvaða greiðslutryggingu fer hver banki um sig fram á fyrir afurðalánum og eftir hverju fer mat á veðhæfni greiðslutryggingar?"