10.12.1987
Neðri deild: 21. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1880 í B-deild Alþingistíðinda. (1376)

110. mál, lífeyrisréttindi heimavinnandi húsmæðra

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Ég efa það ekki að hvor nefndin sem er mundi fjalla ágætlega um málið og vinna vel að því, en ég vek athygli á að lífeyrissjóðamálin, sem voru í félmrn. fyrir nokkrum árum, fluttust í fjmrn. Þetta hygg ég að rétt sé, ekki kann ég að greina hvaða ár þetta var, en fjmrn. hefur þetta núna með höndum. Ef menn líta svo á að mál sem þar eiga heima ættu heima í fjh.- og viðskn. væri það réttara að senda málið í þá nefnd.