10.12.1987
Neðri deild: 21. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (1384)

168. mál, réttur til fiskveiða í landhelgi Íslands

Steingrímur J. Sigfússon:

Virðulegur forseti. Ég vil bara vekja athygli á því ef forseta er það ekki kunnugt að það er búið að fresta fundi í Ed. til þess að formenn þingflokka og forsetar geti ráðið ráðum sínum ofurlítið um tilhögun þingstarfanna í kvöld og ég tel alveg nauðsynlegt, ef þessar umræður lengjast mikið úr þessu, að fundi verði frestað og okkur sem störfum í þessari virðulegu deild gefinn kostur á því að taka þátt í þeim samráðsfundi.