20.10.1987
Sameinað þing: 5. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í B-deild Alþingistíðinda. (140)

26. mál, heildarendurskoðun sóttvarnarlöggjafarinnar

Fyrirspyrjandi (Guðrún Agnarsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. heilbrmrh. svör hans. Þetta er eins og hann sagði ekki bein afrekaskrá, en nefndin hefur greinilega safnað að sér gögnum og málið brýnt, eins og ráðherra skilur. Ég vænti þess að hann standi við orð sín og skipi fulla starfsnefnd, sem geti síðan haldið áfram að vinna að þessum brýnu verkefnum, og hlakka til að sjá það frv. sem fyrir þingið verður lagt.