10.12.1987
Neðri deild: 22. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1897 í B-deild Alþingistíðinda. (1403)

Frumvarp um Húsnæðisstofnun ríkisins

Forseti (Jón Kristjánsson):

Í þessu sambandi skal upplýst að milli deildarforseta og formanna allra þingflokka varð nú fyrir stundu algert samkomulag um meðferð þessa máls og vonandi hefur það samkomulag komist til skila inn í viðkomandi þingflokka að það verður mælt fyrir þessu máli á þessum fundi. Síðan verður umræðunni um málið frestað til að gefa ráðrúm til að átta sig á málinu og þeim brtt. sem við það eru. Er það vegna óska m.a. frá fulltrúum stjórnarandstöðuflokka um þessa meðferð málsins. Síðan verður málið tekið til umræðu á laugardag og er samkomulag um að ljúka því hér í deildinni á laugardag. Þetta er það samkomulag milli þingflokksformanna og forseta sem liggur fyrir um afgreiðslu þessa máls.