10.12.1987
Neðri deild: 22. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1897 í B-deild Alþingistíðinda. (1404)

Frumvarp um Húsnæðisstofnun ríkisins

Þórhildur Þorleifsdóttir:

Herra forseti. Ég kem aðeins í stólinn til að mótmæla því að á fundi forseta og þingflokksformanna hafi verið samstaða um að taka aðeins til umfjöllunar hluta þessa máls í kvöld. Það er ekki rétt. Ég mótmælti því hvað eftir annað og þykir leitt ef svo lítið mark er tekið á orðum mínum að það er talið samkomulag þegar ég er ekki sammála.