10.12.1987
Neðri deild: 22. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1900 í B-deild Alþingistíðinda. (1411)

Frumvarp um Húsnæðisstofnun ríkisins

Forseti (Jón Kristjánsson):

Þess skal getið í sambandi við þá umræðu sem nú fer fram að það er einmitt ætlunin að þetta mál fái ítarlega umræðu á laugardag og verði sá fundardagur tekinn til að fara rækilega yfir þetta mál sem hefur verið boðað að muni fá mjög ítarlega umfjöllun við 2. umr. Til þess er það fyrirkomulag, sem kynnt hefur verið hér, að málið fái ítarlega umfjöllun við 2. umr. þess.