12.12.1987
Neðri deild: 23. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2015 í B-deild Alþingistíðinda. (1471)

47. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Albert Guðmundsson:

Virðulegi forseti. Ég met mikils ef hægt væri að klára þessar umræður í kvöld eða jafnvel fyrir kvöldmat, en það fer eftir því hvort mark er tekið á tillögum sem Borgarafl. hefur lagt mikla vinnu og peninga í að gera við frv. sem ríkisstjórnin hefur lagt fram í mikilli tímapressu. Ef tillögur okkar eru ekki ræddar tökum við þær á dagskrá og ræðum þær þangað til þær eru útræddar því að þær eru brtt. við það frv. sem liggur fyrir.