12.12.1987
Neðri deild: 23. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2031 í B-deild Alþingistíðinda. (1481)

47. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Enn þá einu sinni sé ég tilefni til að gera athugasemd við verkstjórn ríkisstjórnarflokkanna. Borgarafl. flytur hér veigamiklar brtt. við það frv. sem er til afgreiðslu, dregur þær til baka til að flýta afgreiðslu mála og nú standa mál þannig í deildinni að fari allir andstæðingar þessarar stjórnar úr salnum koma stjórnarliðar ekki málum í gegn þrátt fyrir þann aukna meiri hluta og þingstyrk sem stjórnarliðið hefur á Alþingi. Ég dreg athygli að þessu og harma að það skuli ekki vera nokkur áhugi fyrir landsstjórninni í stjórnarliðinu og það þurfi stuðning stjórnarandstöðunnar, þessarar fámennu stjórnarandstöðu, til að aðstoða ríkisstjórnina við að koma stjfrv. í gegn. Ég greiði ekki atkvæði.