12.12.1987
Neðri deild: 23. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2031 í B-deild Alþingistíðinda. (1483)

47. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér fer fram atkvæðagreiðsla áður en borið er upp hvort eigi að vísa málinu til 3. umr. þar sem frv. er borið upp í heild. Ég minnist þess ekki að það sé venja samkvæmt þingsköpum eftir 2. umr. og vildi vekja athygli á þessu því að mér finnst ekki eðlilegt að vera að skapa enn nýja hefð í tengslum við þetta mál eins og virðast tilburðir uppi um, en bið um nánari athugun á þessum þætti.