15.12.1987
Sameinað þing: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2186 í B-deild Alþingistíðinda. (1522)

1. mál, fjárlög 1988

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Ég leyfi mér að lesa upp úr 45. gr. þingskapa, en þar segir, með leyfi forseta:

„Skylt er þingmanni, hvort heldur í deild eða sameinuðu þingi, að vera viðstaddur og greiða atkvæði nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi.“

Ég les þetta upp í þessari atkvæðagreiðslu vegna þess að hér er verið að ganga á rétt stærstu samtaka landsins, æskulýðssamtaka, íþróttahreyfingarinnar, sem hefur yfir 100 þúsund iðkendur innan sinna vébanda af 250 þús. manna þjóðfélagi. Ég harma að svo skuli vera og í atkvæðagreiðslunni segi ég já.