15.12.1987
Sameinað þing: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2188 í B-deild Alþingistíðinda. (1534)

1. mál, fjárlög 1988

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ísland hefur fyrir löngu samþykkt á alþjóðavettvangi að verja ákveðnum hundraðshluta þjóðartekna sinna eða landsframleiðslu til þróunarsamvinnu. Alþingi Íslendinga samþykkti að stefna að þessu marki og ná því í áföngum á nokkurra ára tímabili með ályktun frá Alþingi vorið 1985 að þetta hlutfall yrði 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu sem kæmi frá ríkinu eða hinu opinbera. Þetta hlutfall hefur hins vegar farið lækkandi á undanförnum árum og mun á þessu ári ekki einu sinni ná 0,05% vergrar þjóðarframleiðslu. Ég tel lágmark að hækka þetta eins og þessi till. gerir ráð fyrir eða fella þetta framlag niður með öllu og hætta þátttöku Íslendinga í þessum málaflokki. Ég segi því já.