15.12.1987
Sameinað þing: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2192 í B-deild Alþingistíðinda. (1546)

1. mál, fjárlög 1988

Fjármálaráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):

Herra forseti. Fyrst skal það fram tekið að það er á misskilningi byggt að fjmrh. gefi út blað hér í bænum. Alþýðublaðið er gefið út af hlutafélagi sem heitir Blað hf. og lýtur sjálfstæðri ritstjórn. Viðtal sem þar birtist er ekki á ábyrgð fjmrh. Hitt er svo annað mál að sé útbreiðsla þess lítil virðast áhrifin þeim mun meiri ef marka má taugaveiklunarkennd viðbrögð sem hér hafa birst.

Herra forseti. Sú staðreynd að forveri minn í starfi fjmrh. hafnaði lánsbeiðni til byggingar sjúkrahúss í Keflavík er mér með öllu óviðkomandi og sú staðreynd að fyrrv. heilbrmrh. var kunnugt um það fyrir sitt leyti mér með öllu óviðkomandi líka. Staðreyndin er sú að hér er lögð till. fram af hálfu meiri hl. fjvn. um að verja 4 millj. til að hefja þessa framkvæmd og ég segi já við þeirri till. en hafna þessari, segi því nei við þessu.