15.12.1987
Sameinað þing: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2194 í B-deild Alþingistíðinda. (1555)

1. mál, fjárlög 1988

Fjármálaráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):

Virðulegi forseti. Að vísu þykir mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn ef orðaskiptum, sem hér verða og eru um málefni, er snúið upp í þann farveg að hér sé verið að flytja vanvirðu við helming mannkyns eða allt kvenkyn. Slíkt er fjarri lagi. Ég hef orðið þess áskynja að ýmsir hafa undan því kvartað að álag væri mikið á þm. almennt í starfi þingsins þessa dagana og það hafa fleiri haft á orði en ég. Nú er mér það að sönnu ljúft og skylt að viðurkenna að þessi orð, sem ég nefndi, voru betur ósögð og bið ég hér með hv. þm. velvirðingar á því, en læt vera að biðja allt kvenkyn velvirðingar í leiðinni.