15.12.1987
Sameinað þing: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2199 í B-deild Alþingistíðinda. (1575)

1. mál, fjárlög 1988

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Þessi atkvæðagreiðsla hefur nú tekið 31/2 klukkustund sem er mjög óvanalegt, miklu lengri en vant er. Að verulegu leyti á hún rætur sínar að rekja til þess að hv. stjórnarliðar hafa tafið mál í atkvæðagreiðslu. Ég ætla að fara þess eindregið á leit við formenn þingflokkanna að menn reyni að ná samkomulagi um að hafa þann hraða á afgreiðslum sem verður að hafa til að geta afgreitt hér mál frá og á það ekki síst við um okkur stjórnarsinna að við verðum líka að kunna að sitja á strák okkar.