15.12.1987
Sameinað þing: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2200 í B-deild Alþingistíðinda. (1576)

1. mál, fjárlög 1988

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég skil vel að það liggi illa á formanni fjvn. eftir að maður eftir mann úr nefndinni hefur staðið upp og sagt að nefndin eigi eftir að athuga ýmsa þýðingarmikla kafla og þætti í fjárlagafrv.