15.12.1987
Efri deild: 22. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2204 í B-deild Alþingistíðinda. (1587)

137. mál, launaskattur

Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég get út af fyrir sig skilið að hv. stjórnarandstæðingar skuli hafa áhyggjur vegna stöðu dollarans og ytri aðstæðna þjóðarbúsins. Ég vil á hinn bóginn minna á að launaskatturinn hefur verið lagður á samkeppnisiðnaðinn sem er auðvitað jafnháður ytri skilyrðum og útflutningsiðnaðurinn og lýtur sömu lögmálum. Ég legg áherslu á að hér er um samræmingu að ræða og af þeim sökum teljum við óhjákvæmilegt að þessi ákvæði verði sett.