20.10.1987
Sameinað þing: 6. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í B-deild Alþingistíðinda. (166)

Tillaga um bann við geimvopnum

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Ég vildi koma því að hér undir heimildinni að ræða þingsköp að hæstv. utanrrh. óskaði eftir því við mig sem flm. að þetta mál, sem hér er á dagskrá, bann við geimvopnum, kæmi ekki til umræðu í sameinuðu þingi fyrr en á fimmtudag og nefndi reyndar einnig næsta mál á dagskránni sem á eftir kemur. Ég hélt að hann hefði komið þessu sjónarmiði sínu til hæstv. forseta en ég hafði fallist á þá beiðni hæstv. ráðherra, sem ég tel æskilegt að sé viðstaddur umræðu um þetta mál.