16.12.1987
Efri deild: 26. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2330 í B-deild Alþingistíðinda. (1689)

198. mál, tollalög

Frsm. minni hl. fjh.- og viðskn. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Fyrir liggur frá fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna till. um að vísa þessu frv. til ríkisstjórnarinnar. Ég hygg að það sé venja í umræðum að láta kanna það áður en atkvæðagreiðsla hefst um einstakar tillögur hvort vilji er til að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar því að það mundi spara okkur vinnu ef við byrjuðum á því strax að vísa því til ríkisstjórnarinnar. Þá þyrftum við ekki að greiða atkvæði um allar tillögurnar.