16.12.1987
Neðri deild: 28. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2359 í B-deild Alþingistíðinda. (1729)

129. mál, kirkjugarðar

Frsm. menntmn. (Guðmundur G. Þórarinsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 299 frá menntmn. um frv. til l. um breytingu á lögum um kirkjugarða, nr. 21 frá 23. apríl 1963.

Nefndin hefur athugað frv. og fengið umsagnir frá Biskupsstofu og ríkisskattstjóra. Þessar umsagnir voru án athugasemda.

Nefndin mælir með samþykkt frv. með breytingum sem koma fram á sérstöku þskj., þskj. 300. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Sverrir Hermannsson, Ragnhildur Helgadóttir og Árni Gunnarsson.

Brtt. á þskj. 300 eru tvær. Í fyrsta lagi er um að ræða orðalagsbreytingu á 3. tölul. 2. gr. sem er eingöngu samræming við orðalag á 1. og 2. tölul.

Í öðru lagi er um að ræða breytingu á 3. gr., þ.e. að í upphafi 6. mgr., þar sem segir „úr sjóðnum skal veita lán og eða styrki“, þótti nefndinni eðlilegra að orðað væri: Úr sjóðnum er heimilt að veita lán o.s.frv.

Eins og fram kom í máli mínu í upphafi var nefndin sammála um afgreiðslu frv. á þennan hátt.