16.12.1987
Neðri deild: 28. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2373 í B-deild Alþingistíðinda. (1742)

Vinnutilhögun í neðri deild

Forseti (Jón Kristjánsson):

Ég vil upplýsa að það þarf væntanlega ekki að vera nema örstuttur fundur eftir hlé. Það eru mál að koma frá Ed. sem ættu ekki að þurfa mikla umræðu. Það eru ríkisborgararéttur og fleiri mál sem munu verða tekin hér til umræðu ef leyft verður. En það er ekki ætlunin að hafa fundi fram eftir kvöldi í þessari deild í kvöld. Ég sé ekki ástæðu til þess að svo sé. Þessi fundur kl. 6 ætti að geta orðið mjög stuttur nema það komi eitthvað óvænt upp á daginn.