17.12.1987
Sameinað þing: 34. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2380 í B-deild Alþingistíðinda. (1761)

146. mál, barnaefni í fjölmiðlum

Fyrirspyrjandi (Þórhildur Þorleifsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. greinargóð svör. Það er að vísu ekki auðvelt að draga af þessu ályktanir hér á staðnum, en greinilegt er að ýmislegt er þarna íhugunar virði, bæði hvað varðar hlutfall og fé sem varið er til barnaefnis og hvernig það flokkast. Sérstaklega er athyglisvert að það er ekki eytt meira en 4 millj. kr. í íslenskt barnaefni í sjónvarpi og sá flokkur sem fyrst er talinn þar í flokkum barnaefnis eru teiknimyndir.

Það væri vissulega þörf á því að gera á þessu nánari úttekt og ekki bara einu sinni heldur fylgjast vel með hvernig að þessu er staðið, en mér sýnist að fyrstu upplýsingar gefi ástæður til að íhuga þessi mál betur.