17.12.1987
Sameinað þing: 34. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2380 í B-deild Alþingistíðinda. (1764)

146. mál, barnaefni í fjölmiðlum

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti og hv. þm. Ég var hér til þrjú í nótt að ræða tekjuöflunarfrv. þessarar ríkisstjórnar og m.a. frv. um breytingar á lögum um söluskatt. Þar inni er heimild til hæstv. fjmrh. að fella niður söluskatt af afruglurum. Það vita allir að þeir eru til þess að auðvelda útbreiðslu myndefnis frá aðalsamkeppnisaðila Ríkisútvarpsins. Á fund fjh.- og viðskn. Ed. komu fulltrúar Ríkisútvarpsins og skýrðu frá hinni afar bágbornu stöðu þessa fjölmiðils sem hefur allt aðrar skyldur og allt aðra ábyrgð en þeir frjálsu fjölmiðlar sem margir hér börðust fyrir að fá inn í eyru og augu þeirra barna sem var talað um áðan. Hvað ætlar núv. menntmrh. að gera og hvernig ætlar fyrrv. menntmrh. að beita sér til þess að Ríkisútvarpinu verði veitt meira fé til að sinna þeim skyldum og þeirri ábyrgð sem á það er lögð?