17.12.1987
Sameinað þing: 34. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2397 í B-deild Alþingistíðinda. (1783)

189. mál, ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar

Karl Steinar Guðnason:

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir þakkir sem dómsmrh. flutti starfsmönnum fíkniefnadeildarinnar fyrir frábær störf og ég minni á að störf þeirra eru ekki aðeins viðamikil heldur geta þau einnig verið hættuleg og mjög erfið. Er það rétt, sem mér hefur borist til eyrna, að nú hafi starfsmenn fíkniefnalögreglunnar þurft að hætta að vinna yfirvinnu vegna skorts á fjármagni og það hamli störfum þeirra verulega um þessar mundir?

Ég minni jafnframt á að auðvitað lifir fíkniefnalögreglan nú eftir þeim fjárlögum sem gilda fyrir þetta ár, sem vafalaust hafa skammtað þessum þætti

of lítið, en ég hvet hæstv. dómsmrh. til að beita sér fyrir því að aldrei verði skortur á fjármunum til rannsókna eða starfa á þessu sviði.