18.12.1987
Efri deild: 28. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2476 í B-deild Alþingistíðinda. (1814)

196. mál, söluskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Þessi brtt., sem nú er verið að greiða atkvæði um, fjallar um að matvörur verði áfram undanþegnar söluskatti, m.ö.o. að matarskatturinn verði ekki lagður á, þannig að enn er tækifæri til þess fyrir þá stjórnarliða, sem vafalaust hafa áhyggjur af þessari skattlagningu, að láta það birtast með því að styðja þessa till. Þetta er tilraun til að koma í veg fyrir skattlagningu á brýnustu lífsnauðsynjar heimilanna upp á 5750 millj. kr. á ári. Þetta er tilraun til að stöðva þá skattlagningarbylgju sem leggst þyngst á láglaunafólkið og Alþfl. beitir sér hér fyrir. Þess vegna segi ég já við þessari till., herra forseti.