18.12.1987
Efri deild: 28. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2480 í B-deild Alþingistíðinda. (1825)

196. mál, söluskattur

Júlíus Sólnes:

Herra forseti. Ég vek athygli hv. þm. í virðulegri deild á því að hér er verið að gera úrslitatilraun til þess að ekki eigi sér stað þau hrikalegu mistök að helstu nauðsynjavörur heimilanna verði skattlagðar með 25% söluskatti. Hér er lögð fram till. þess efnis að þær matvörur sem heimilin byggja á verði undanþegnar söluskatti. Ég segi já.