18.12.1987
Efri deild: 28. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2481 í B-deild Alþingistíðinda. (1831)

196. mál, söluskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hæstv. forsrh. hefur á undanförnum missirum iðulega haft orð á því að nauðsynlegt sé að styrkja stöðu myndmálsins sem veigamikils þáttar í uppbyggingu íslenskrar menningar og íslenskri menningarþróun. Hér er gerð tillaga um það að íslenskar kvikmyndir verði ekki skattlagðar í ríkissjóð, heldur renni söluskattur af íslenskum kvikmyndum í Kvikmyndasjóð og verði þannig til þess að efla myndmálið og þróunarmöguleika þess. Þess vegna segi ég já við þessum tillögum.