18.12.1987
Efri deild: 28. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2495 í B-deild Alþingistíðinda. (1837)

203. mál, heilbrigðisþjónusta

Dómsmálaráðherra (Jón Sigurðsson):

Herra forseti. Vegna þeirra orða sem hv. 7. þm. Reykv. beindi til mín í þessu máli get ég fullvissað hann um það að hæstv. heilbrrh. hefur óskoraðan stuðning þm. Alþfl. í því mikilvæga verkefni að bæta heilbrigðisþjónustuna í Reykjavík og koma á heilsugæsluþjónustu í höfuðborginni og nágrenni hennar á grundvelli laganna frá 1983. Og ég vona að sá frestur til samkomulags sem þetta frv. veitir verði notaður vel og fulltreysti því að heilbrrh. sé sama sinnis.