18.12.1987
Efri deild: 29. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2516 í B-deild Alþingistíðinda. (1871)

196. mál, söluskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Mér sýnist að það sé galli á brtt. b á þskj. 354. Það sé ekki hægt að fella niður sögnina „að kaupa“ heldur verði að orða þetta orðuvísi og segja: sem keyptar eru. Ég geri ráð fyrir því að hæstv. forseti geti leiðrétt þetta úr stól sínum, en mér fannst viðeigandi að vekja athygli á málinu.