18.12.1987
Efri deild: 29. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2524 í B-deild Alþingistíðinda. (1886)

196. mál, söluskattur

Danfríður Skarphéðinsdóttir:

Herra forseti. Ég vil taka undir það sem fram kom í máli hv. 7. þm. Reykv. og ég vil um leið spyrja: Hver er ábyrgur orðinn fyrir því sem fram fer hér? Mér sýnist að hér séu meiri háttar mál farin að ruglast saman og vil vekja á því athygli að brtt. meiri hl. fjh.- og viðskn. við frv. til lánsfjárlaga eru orðnar að 47. máli eins og húsnæðislagafrv. Ég vek athygli á að það er ekki hægt að ætla neinum að vinna á þeim hraða sem hér er ættast til. Það sést á þessu plaggi og hefur reyndar sést á öðrum þskj. líka sem hafa verið morandi af villum af ýmsu tagi, eins og t.d. skýrsla hæstv. utanrrh. til Guðrúnar Agnarsdóttur o.fl. bar glöggt með sér, en hana þurfti hreinlega að prenta upp á nýtt.