18.12.1987
Efri deild: 29. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2525 í B-deild Alþingistíðinda. (1888)

196. mál, söluskattur

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég vildi ekki láta ómótmælt þeim orðum hv. þm. Danfríðar Skarphéðinsdóttur að þskj. væru öll morandi í villum. Mér finnst ómaklega vikið að starfsfólki þingsins sem vinnur undir miklu álagi. Auðvitað slæðast með villur, það gerist ævinlega, en ég hygg að starfslið þingsins sé allt af vilja gert til að vinna þetta sem best og skynsamlegast. En í önnum eins og eru núna er það auðvitað óhjákvæmilegt og bara mannlegt að á stöku stað megi kannski finna prentvillu ef grannt er skoðað. En mér fannst ómaklega vikið að starfsfólki hér og vil ekki láta því ómótmælt.