18.12.1987
Efri deild: 31. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2539 í B-deild Alþingistíðinda. (1934)

47. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það hefur gleymst að segja „með fyrirvara“ undir nafn mitt og ég hef gert ráðstafanir til þess að það verði leiðrétt. Þegar nál. verður prentað verður það leiðrétt og sett „með fyrirvara“ undir nafn mitt með þessu nál. Það skýrist af því að ég er að sumu leyti ekki sammála því sem þarna stendur þó að ég geti fullkomlega undir það tekið að nauðsynlegt sé að fara í heildarathugun á húsnæðislánakerfinu. Ég sé nú ekki ástæðu til þess, vegna þess að við erum tímanaumir, að ég fari frekar út í þann ágreining sem ég hef við sum efnisatriði í þessu nál. að þessu sinni, en mun þegar húsnæðislánin koma síðar til meðferðar í þinginu eftir áramótin gera þeim málum rækileg skil.