18.12.1987
Efri deild: 31. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2540 í B-deild Alþingistíðinda. (1935)

47. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Forseti (Karl Steinar Guðnason):

Í framhaldi af því sem áður var getið og ég ræddi um, að hefði láðst að setja í dagskrána númer þskj., vil ég taka fram að svo vill til að brtt. þeirra borgaraflokksmanna var dreift við 1. umr., sem er mjög óvenjulegt, og hafa menn því haft færi á að kynna sér þetta betur en áður miðað við venju.