18.12.1987
Neðri deild: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2583 í B-deild Alþingistíðinda. (1986)

137. mál, launaskattur

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Enda þótt Kvennalistinn sé þeirrar skoðunar að stjórnvöld eigi að vera sem hlutlausust gagnvart atvinnuvegunum þá verður að taka tillit til aðstæðna. Þessi skattur mun koma verst við atvinnustarfsemi á landsbyggðinni og er því í raun dreifbýlisskattur. Ég segi nei.