21.10.1987
Neðri deild: 5. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (202)

Frumvarp um leyfi til slátrunar

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Forseti þessarar deildar hefur sagt margt af því sem ég vildi benda á. Það er ekkert óeðlilegt við framlagningu þessa máls. Það er orðið til með eðlilegum hætti, borið fram með þinglegum hætti og tekið á dagskrá með eðlilegum hætti einnig.

Ég vil einnig ítreka það sem hv. síðasti ræðumaður sagði. Málið er afskaplega einfalt, skýrt, og það ætti því ekki að vefjast fyrir alþm. að taka afstöðu til þess einfalda og skýra máls sem hér er á ferðinni. Það geta þeir að sjálfsögðu gert án frekari málalenginga.