19.12.1987
Efri deild: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2686 í B-deild Alþingistíðinda. (2052)

196. mál, söluskattur

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Hv. þm. Margrét Frímannsdóttir o.fl. fluttu á þskj. 353 brtt. sem ég hygg að gangi lengra en sú till. sem hv. 7. þm. Reykn. stendur fyrir. Þetta er till. sem orðast svo: „Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar skal tryggt að mjólk og mjólkurvörur, kjöt og kjötvörur hækki ekki vegna almennrar skattlagningar á matvörur.“

Ég hygg að það sé rétt að þessi till. komi áður til atkvæða. (Forseti: Já, en má ég benda hv. þm. á að till. sú sem hann talar um nefnir mjólk og mjólkurvörur, kjöt og kjötvörur, en till. á þskj. 352 fjallar um fisk og fiskmeti.) Já, gengur þar af leiðandi skemmra. Ja, það má segja að það er annað efnisatriði. (Forseti: Hún fjallar um annað efnisatriði í raun þannig að ég held að það sé ekkert að því að taka þetta í númeraröð í raun. En hún er fyrr fram komin þannig að það er kannski út af fyrir sig allt í lagi að bera hana upp fyrst ef hv. þm. óskar eftir því. )